Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mennigin á landsbyggðinni

Það er ekki laust við að það sé menning hér á landsbyggðinni. Ég fór á þriðjudagskvöldið á sýningu Tónlistarskólans á Sígaunabaróninum og skemmti mér mjög vel bæði er þetta skemmtilegt verk og svo er svolítið absúrd hvað leikarar og söngvarar eru ekki á þeim aldri sem er ætlast til í verkinu, ungi útlaginn er t.d. gráhærður maður á sjötugsaldri en það er eiginlega bara svolítið fyndið. Íris systir var þarna líka með eldri dætur sínar tvær. Gaman að þessu og hvað fólk er ótrúlega duglegt að standa í þessu þarna er fólk sem er að keyra 60 km. hvora leið á æfingar og sýningar og á það ekki annað en mikið hrós skilið.

Annars er ekki mikið að gerast eins og er ég er í vikulegu sambandi við SG-Hús á Selfossi til að leggja lokahönd á teikningarnar af húsinu sem við stefnum á að rísi í sumar og draumurinn er að geta flutt inn í september. Það gengur bara vel við vorum reyndar að stækka bílskúrinn aðeins en svo eru ekki fleiri breytingar fyrirhugaðar.

Svo er árshátíð í Varmalandsskóla 6. mars og frumsýning á Jörundi í Logalandi 7. mars og góugleði 8. mars svo það er nóg framundan í félagslífinu.

Takk fyrir innlitið Auður


Enn af ófærð

Jæja, það eru enn fréttir af ófærð og nú vegna vatnavaxta.ShockingÞjóðvegur nr. 1 fór í sundur við Svignaskarð á sunnudagskvöld sem betur fer vað ekki slys. Við þetta lengdist verulega vegalengdin í Borgarnes fyrir mig, ég átti að mæta á skyndihjálparnámskeið á Dvaló mán. og þri. kvöld og vinna morgunvakt þri. Ég er að verða mjög latur ökumaður fyrir utan hvað það er orðið dýrt að keyra að ég fór niður eftir á mán. kvöld og kom aftur á þri kvöld. Það er von að húsbóndinn segi að ég sé aldrei heima.Whistling

Það er ekki laust við að 110% vinna sé farin að taka af manni svolítinn toll, ég nenni engu fyrir utan vinnu og að reyna að halda heimilinu í einhverju horfi. Ég hef mig varla í að fara að sjá pabba í sígaunabaróninum í Borgarnesi þó svo að allir segi að hann sé mjög góður, en nú verð ég að drífa mig um helgina ef ekki er orðið uppselt.Sideways

Bless í bili.


Ófærðarþreyta

Það er ekki laust við að mér hafi hálf brugðið við í morgun þegar ég fór til vinnu. Í fyrsta skipti í mjög marga daga hafði snjórinn verið kyrr á sama stað og þegar ég fór að sofa svo ég þurfti ekki að láta moka mig út að láta vaða í stóra skafla upp á von og óvon. Þetta er skrítin tilfinning en bara nokkuð góð. Ég er þegar búin að ná að festa mig mjög kirfilega x3 og x2 þurft að mæta seint til vinnu vegna ófæðar. En vonandi er þetta allt að lagst. Eyjólfur spáir reyndar vetri í a.m.k. 6 vikur til viðbótar.

Veðrið hefur sett undirbúning fyrir húsbyggingu í pásu núna það er lítið hægt að gera í vegalögn og jarðvinnu í svona tíð fyrir utan að vélarnar eru í fullu starfi í sjómokstri. En ef húsbóndinn hefur rétt fyrir sér fer þetta allt að lagast upp úr páskahretinu.

Af okkur Brennubúum er annars það að frétta að við erum öll við þokkalega heilsu og bara nokkuð hress.

Þar til næst bless í bili. 


Kuldi, þorrablót og ófærð.

Jæja enn á ný kominn mánudagur. Helgin var viðburðarrík, á föstudaginn fórum við Ármann Bjarni til Rvk. til augnlæknis sem gekk bara vel og hann þarf ekki gleraugu enn og sleppur jafnvel við þau. Þegar við komum heim klukkan að ganga 23 um kvöldið var hitamælirinn í Brennunni í - 20,5 og það var heldur kalt að fara úr bílnum og hlaupa inn.

Laugardagur Borgarnesferð þegar tókst að koma díseltrukknum í gang í frostinu og svo um kvöldið þorrablót í Þinghamri. Það var bara hið ágætasta blót fyrir utan eitt atriði og það var hörmungarhljómsveitin Hersveitin sem var í mjög breytilegu tempói svo maður vissi aldrei hvort maður átti að stíga næsta skerf hægt eða hraðar ekki hratt það var ekki til. Gólfið, nýja fína parketið var svo sleipt að það var mjög mikil kúnst að halda jafnvægi. Svo lentum við Eyjólfur í næstu þorrablótsnefnd og það var stöðugur straumur fólks til mín um að ráða nú aðra hljómsveit næsta ár. Heimferðin gekk vel að Hamraendum en ferðin niður í Brennu endaði fljótlega í skafli svið gistum hjá Trausta eins og svo margir aðrir.

Sunnudagurinn var frekar syfjaður en húsbóndinn var með höfðvekjapest svo það kom í hlut húsmóðurinnar að draga bílinn úr skaflinum og taka við börnunum af barnapíunni.

Það er sem sag ekki laust við að það sé enn einhver drungi í höfðinu á mér.

Auður


Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband