Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Eftir páska kemur vor.....

Þannig er það ekki núna að  þessu sinni. Páskarnir óvenju snemma núna svo það er enn mánuður í sumardaginn fyrsta sem er stundum í vikunni eftir páska. Þetta er nú svona núna.

Ég fór um daginn í fjárhúsin hjá Trausta sem er nú ekkert sérstaklega merkilegt út af fyrir sig en þar var maður að ég held breskur að taka af. Hann var ótrúlegur tók af 30-40 kindum án þess að rétta úr sér. 40 stk. á klst. með smá pásu en hann þurfti ekki að hafa fyrir að ná þeim eða leggja það sem tekur nú sennilega mest á.

Ármann Bjarni lenti í smá óhappi á þriðjudaginn, hann var í skógarferð í leikskólanum og fékk grein í andlitið og úr því varð allgott glóðarauga sem er að taka á sig alla regnbogans liti. Hann er alveg ótrúlega seinheppinn greyið, þrisvar er hann búinn að missa nögl af fingri svo hefur hann dottið niður úr koju og fékk þá væna kúlu og smá heilahristing. En svona er þetta og sem betur fer ekkert alvarlegt ennþá.

Trausti Leifur vaknaði í morgun með mikla speki, hann hafði farið að sofa í björtu og vaknaði í björtu svo það kom aldrei nein nótt.

Inger Elísabet er alltaf jafn brött, hún er að taka í gagnið fullt af fötum sem henni voru gefin svo hún velur ný föt á hverjum dagi núna og finnst það ekki leiðinlegt. Pjattgenið sem við systur fengum eitthvað minna af er greinilega í henni.

Byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar en ég er að dunda við að hanna eldhús og er bara að verða nokkuð sátt við skipulagið þá er bara útliðið eftir, Eyjólfur er búinn að leggja blessun sína yfir hugmyndirnar.

Bless í bili og góða helgi. 

PS. smá sauðfjárkveðskapur með.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðilega páska

Jæja þá eru að koma páskar, það er mis mikið um frí hjá fólki, þeir sem eru í mörgum vinnum eru t. d. bara í frí annan í páskum(ég sjálf). Ég varð svolítið pirruð þegar ég fann það út að ég væri að vinna páskahelgina því ég vann líka helgina milli jóla og nýárs, en það þýðir ekkert að vera að væla ég réð mig í vaktavinnu og ég verð bara að taka því sem að höndum ber þar sem og annarstaðar.

Ég fór með fjölskylduna á sýningu á Þið munið hann Jörund í Logalandi í gærdag. Flott sýning og mjög lifandi. Inger dóttir mín rúmlega 2 ára var ekki alveg á því að sitja kyrr og vildi helst taka þátt í gleðinni á sviðinu, foreldrarnir voru í fullu starfi við að reyna að halda henni á áhorfendasvæðinu alla sýninguna. Þegar svo var komið út í bíl hljómaði Arí dúarídúradei hátt og snjallt úr aftursætinu, þannig að eitthvað hefur síast inn af sýningunni. Kannski er litla prinsessan bara upprennandi leikkona eins og fleiri ættingjar, allavega er hún prímadonna. Bræðurnir voru mun settlegri þó þeir hafi aðeins smitast af veseni prinsessunnar.

Bestu kveðjur úr Brennunni.


Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband