Gleðilega páska

Jæja þá eru að koma páskar, það er mis mikið um frí hjá fólki, þeir sem eru í mörgum vinnum eru t. d. bara í frí annan í páskum(ég sjálf). Ég varð svolítið pirruð þegar ég fann það út að ég væri að vinna páskahelgina því ég vann líka helgina milli jóla og nýárs, en það þýðir ekkert að vera að væla ég réð mig í vaktavinnu og ég verð bara að taka því sem að höndum ber þar sem og annarstaðar.

Ég fór með fjölskylduna á sýningu á Þið munið hann Jörund í Logalandi í gærdag. Flott sýning og mjög lifandi. Inger dóttir mín rúmlega 2 ára var ekki alveg á því að sitja kyrr og vildi helst taka þátt í gleðinni á sviðinu, foreldrarnir voru í fullu starfi við að reyna að halda henni á áhorfendasvæðinu alla sýninguna. Þegar svo var komið út í bíl hljómaði Arí dúarídúradei hátt og snjallt úr aftursætinu, þannig að eitthvað hefur síast inn af sýningunni. Kannski er litla prinsessan bara upprennandi leikkona eins og fleiri ættingjar, allavega er hún prímadonna. Bræðurnir voru mun settlegri þó þeir hafi aðeins smitast af veseni prinsessunnar.

Bestu kveðjur úr Brennunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

blessuð frænka

..það er sama ástandið hér...bæði hér að vinna alla páskana frekar fúlt en svona er vaktavinnan..

.... prinsessan vill greinilega frekar vera á sviðinu en á áhorfendapöllum...

...bestu kveðjur...

Guðný Bjarna, 18.3.2008 kl. 20:40

2 identicon

prinsessan lætur hafa fyrir sér... gera það ekki allar alvöru prinsessur... prisnssessur þurfa líka að láta ljós sitt skína....

Ásdís (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Magnea Kristleifsdóttir

Já það kæmi ekki á óvart þó að hún verði einhverntímann á sviðinu sjálf. En bræður hennar luma líka á ýmsum hæfileikum.  Kv. amma í Köben.

Magnea Kristleifsdóttir, 22.3.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband