Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vorverkin

Jæja þá er hið íslenska sumar hafið þ.e. sumardagurinn fyrsti liðinn og kominn maí. Rollurnar farnar að bera á fullu, fuglasöngur allstaðar og flærnar farnar að narta í mig (alveg ómissandi vorboði).

Það er merkilegt með allt sem er að gerst að það þarf alltaf að vera á sama tíma. Kringum sumardaginn fyrsta var fyrst grillveisla fyrir starfsmenn DAB voða gaman. Daginn eftir var afmæli hjá Kristleifi Heiðari og veisla hjá Guðnýju frænku svo daginn þar á eftir leikhúsferð með Varmalandsgenginu, sáum Brák og skemmtum okkur mjög vel. Svo er ekkert á dagskrá næstu mánuðina.

Heilsuleysi fjölskyldunnar heldur áfram,ég er búin að vera veik alla síðustu viku, fór til læknis á föstudag og fékk pensillin og Trausti Leifur fékk líka skammt í 10 daga. Núna liggja þau öll heima með hita enn. Þetta er víst enn einn vorboðinn.

Jæja hætt að væla og vola í bili.

 


Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband