Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Annað

Hrein og tær snilld:

www.ruv.is  vefútvarp, rás 1, 26. jan. Hundur í útvarssal

Allir að hlusta.


Það er alltaf sama blíðan

Jæja, nú er kominn mánudagur enn og aftur helgin liðin vinnuhelgi og alveg allt brjálað að gera bara eitthvað í loftinu.

Ég byrjaði á því að vera næstum klukkutíma á leið í vinnu á föstudaginn í blindbyl (vön að vera 20 mín.)Þegar ég var að renna inn í Borgarnes var hringt frá leikskólanum og hann lokaður vegna veðurs, Eyfi varð því að vera heima með krakkana því ég var farin í vinnu. Þegar ég var svo að fara heim eftir vinnu náði ég að festa mig og sat föst í hátt í klukkutíma. Þegar ég svo loks komst heim til mín voru að verða 12 tímar frá því ég fór af stað í vinnu og komið alveg mikið meira en nóg af svo góðu.Laugardagurinn byrjaði svo með brasi bakvaktarkonan um helgina veik svo ég varð að bjarga málunum og taka vaktina og þá gat ég ekki verið að fara upp í sveit svo ég fékk inni í Borgarnesi. Sunnudagurinn var mjög erilsamur og svo tilkynntu sig 3 af 5 á kvöldvaktina veðurtepptar það varð að bjarga því og mikið var svo gott að koma heim í steikt læri hjá bóndanum.

Ekki meira núna ein örþreytt.


Komin í samband við umheiminn.

Jæja gott fólk þá er maður kominn í samband við umheiminn og getur farið að tjá sig um allt mögulegt, það er víst af nógu að taka þessa dagana.

Við fjölskyldan erum að leggja lokahönd á teikningar af húsinu okkar svo við getum farið að framkvæma eitthvað. Vonandi getum við skrifað undir hjá SG-Húsum fyrir mánaðarmót.

Annað er lítið af okkur að frétta við gömlu erum búin að vera eitthvað drusluleg með hita, hausverk og beinverki en það dugar víst ekki og við verðum bara að bíta á jaxlinn og puða áfram.

Ég Auður er komin í nýja vinnu með vinunni á Dvaló, er skólaritari í Varmalandsskóla þegar ég er ekki að vinna í Borgarnesi. Það er bara fínt er reynda enn að komast inn í hvað ég á að gera en það kemur.

Bestu kveðjur Auður M. Árm.


Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband