Mennigin á landsbyggðinni

Það er ekki laust við að það sé menning hér á landsbyggðinni. Ég fór á þriðjudagskvöldið á sýningu Tónlistarskólans á Sígaunabaróninum og skemmti mér mjög vel bæði er þetta skemmtilegt verk og svo er svolítið absúrd hvað leikarar og söngvarar eru ekki á þeim aldri sem er ætlast til í verkinu, ungi útlaginn er t.d. gráhærður maður á sjötugsaldri en það er eiginlega bara svolítið fyndið. Íris systir var þarna líka með eldri dætur sínar tvær. Gaman að þessu og hvað fólk er ótrúlega duglegt að standa í þessu þarna er fólk sem er að keyra 60 km. hvora leið á æfingar og sýningar og á það ekki annað en mikið hrós skilið.

Annars er ekki mikið að gerast eins og er ég er í vikulegu sambandi við SG-Hús á Selfossi til að leggja lokahönd á teikningarnar af húsinu sem við stefnum á að rísi í sumar og draumurinn er að geta flutt inn í september. Það gengur bara vel við vorum reyndar að stækka bílskúrinn aðeins en svo eru ekki fleiri breytingar fyrirhugaðar.

Svo er árshátíð í Varmalandsskóla 6. mars og frumsýning á Jörundi í Logalandi 7. mars og góugleði 8. mars svo það er nóg framundan í félagslífinu.

Takk fyrir innlitið Auður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnea Kristleifsdóttir

Halló þið öll í Brennunni

Mikið er gaman að heyra frá ykkur.  Ég hef verið að reyna að hringja af skypinu ( í farsímann) en það virðist ekki virka á númer sem byrja á 6.

Mér finnst verst að missa af þessu öllu heima.  Sígaunabaróninn er víst svo vinsæll að það virðist vera erfitt að hætta, en pabbi þinn kemur hingað 18. mars svo þá verða þeir að hætta.  Vonandi að Jörundur gangi eins vel.

Setur veðrið ekki strik í reikninginn í húsgrunni og veglagningu ?  En þetta gengur hratt þegar hægt verður að byrja.  Þetta verður spennandi og gaman fyrir ykkur að komast í eigið húsnæði.   Gangi ykkur vel í baslinu.  Ég hlakka til að koma heim.  Kossar og knús   Mamma

Gaman

Magnea Kristleifsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Guðný Bjarna

..já það má með sanni segja að menningin blómstri í sveitinni... eins og svo margt annað...

..sendi ykkur baráttu byggingar kveðjur og hlakka til að sjá ykkar heimili rísa..

Guðný Bjarna, 28.2.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband