Kuldi, þorrablót og ófærð.

Jæja enn á ný kominn mánudagur. Helgin var viðburðarrík, á föstudaginn fórum við Ármann Bjarni til Rvk. til augnlæknis sem gekk bara vel og hann þarf ekki gleraugu enn og sleppur jafnvel við þau. Þegar við komum heim klukkan að ganga 23 um kvöldið var hitamælirinn í Brennunni í - 20,5 og það var heldur kalt að fara úr bílnum og hlaupa inn.

Laugardagur Borgarnesferð þegar tókst að koma díseltrukknum í gang í frostinu og svo um kvöldið þorrablót í Þinghamri. Það var bara hið ágætasta blót fyrir utan eitt atriði og það var hörmungarhljómsveitin Hersveitin sem var í mjög breytilegu tempói svo maður vissi aldrei hvort maður átti að stíga næsta skerf hægt eða hraðar ekki hratt það var ekki til. Gólfið, nýja fína parketið var svo sleipt að það var mjög mikil kúnst að halda jafnvægi. Svo lentum við Eyjólfur í næstu þorrablótsnefnd og það var stöðugur straumur fólks til mín um að ráða nú aðra hljómsveit næsta ár. Heimferðin gekk vel að Hamraendum en ferðin niður í Brennu endaði fljótlega í skafli svið gistum hjá Trausta eins og svo margir aðrir.

Sunnudagurinn var frekar syfjaður en húsbóndinn var með höfðvekjapest svo það kom í hlut húsmóðurinnar að draga bílinn úr skaflinum og taka við börnunum af barnapíunni.

Það er sem sag ekki laust við að það sé enn einhver drungi í höfðinu á mér.

Auður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fegin að heyra að frænka mín er liðtæk í skemmtinefndir og lætur ekki ófærð og skafla aftra sé að komast í fjörið....

... heyrðu annars..geturu sett link á frúnna í Köben..ég gleymdi slóðinni og vefsvæðið fyrir mitt blogg er sífellt bilað og eitthvað úti á túni

Guðný Bjarna (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband