Eftir páska kemur vor.....

Þannig er það ekki núna að  þessu sinni. Páskarnir óvenju snemma núna svo það er enn mánuður í sumardaginn fyrsta sem er stundum í vikunni eftir páska. Þetta er nú svona núna.

Ég fór um daginn í fjárhúsin hjá Trausta sem er nú ekkert sérstaklega merkilegt út af fyrir sig en þar var maður að ég held breskur að taka af. Hann var ótrúlegur tók af 30-40 kindum án þess að rétta úr sér. 40 stk. á klst. með smá pásu en hann þurfti ekki að hafa fyrir að ná þeim eða leggja það sem tekur nú sennilega mest á.

Ármann Bjarni lenti í smá óhappi á þriðjudaginn, hann var í skógarferð í leikskólanum og fékk grein í andlitið og úr því varð allgott glóðarauga sem er að taka á sig alla regnbogans liti. Hann er alveg ótrúlega seinheppinn greyið, þrisvar er hann búinn að missa nögl af fingri svo hefur hann dottið niður úr koju og fékk þá væna kúlu og smá heilahristing. En svona er þetta og sem betur fer ekkert alvarlegt ennþá.

Trausti Leifur vaknaði í morgun með mikla speki, hann hafði farið að sofa í björtu og vaknaði í björtu svo það kom aldrei nein nótt.

Inger Elísabet er alltaf jafn brött, hún er að taka í gagnið fullt af fötum sem henni voru gefin svo hún velur ný föt á hverjum dagi núna og finnst það ekki leiðinlegt. Pjattgenið sem við systur fengum eitthvað minna af er greinilega í henni.

Byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar en ég er að dunda við að hanna eldhús og er bara að verða nokkuð sátt við skipulagið þá er bara útliðið eftir, Eyjólfur er búinn að leggja blessun sína yfir hugmyndirnar.

Bless í bili og góða helgi. 

PS. smá sauðfjárkveðskapur með.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnea Kristleifsdóttir

Gaman að heyra frá ykkur.  Hér er komið vor og búið að flýta klukkunni um 1 klukkutíma þannig að dagurinn lengist fram á kvöldið.  Í dag er 13 stiga hiti og sól, en það er búið að vera kalt hér undanfarið.   

Hvernig pössuðu fötin sem ég sendi?   Var peysan á Inger of stór ? 

  Ég er búin að setja myndirnar upp á vegg og þær taka sig vel út.  Takk fyrir þær krakkar mínir.   Gaman að heyra að Inger er að verða pjattrófa.  Trausti spekingur og Ármann svolítið utan við sig.  Allir hafa eitthvað sérstakt.

Hlakka til að hitta ykkur og það styttist óðum.  Kossar og knús til allra.

                       Kveðja frá ömmu/mömmu í Köben.

      Kossar og knús frá ömmu (mömmu) í Köben

Magnea Kristleifsdóttir, 31.3.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband