Enn af ófærð

Jæja, það eru enn fréttir af ófærð og nú vegna vatnavaxta.ShockingÞjóðvegur nr. 1 fór í sundur við Svignaskarð á sunnudagskvöld sem betur fer vað ekki slys. Við þetta lengdist verulega vegalengdin í Borgarnes fyrir mig, ég átti að mæta á skyndihjálparnámskeið á Dvaló mán. og þri. kvöld og vinna morgunvakt þri. Ég er að verða mjög latur ökumaður fyrir utan hvað það er orðið dýrt að keyra að ég fór niður eftir á mán. kvöld og kom aftur á þri kvöld. Það er von að húsbóndinn segi að ég sé aldrei heima.Whistling

Það er ekki laust við að 110% vinna sé farin að taka af manni svolítinn toll, ég nenni engu fyrir utan vinnu og að reyna að halda heimilinu í einhverju horfi. Ég hef mig varla í að fara að sjá pabba í sígaunabaróninum í Borgarnesi þó svo að allir segi að hann sé mjög góður, en nú verð ég að drífa mig um helgina ef ekki er orðið uppselt.Sideways

Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er þó nokkuð að vera í 110% vinnu með þrjú börn.  Það getur ekki gengið til lengdar.  En þú verður nú að fá miða á baróninn. Á ekki Íris líka eftir að fara ?

Magnea Kristleifsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Auður Margrét

Jú Íris ætlar um helgina.

Auður Margrét, 21.2.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband