Ófærðarþreyta

Það er ekki laust við að mér hafi hálf brugðið við í morgun þegar ég fór til vinnu. Í fyrsta skipti í mjög marga daga hafði snjórinn verið kyrr á sama stað og þegar ég fór að sofa svo ég þurfti ekki að láta moka mig út að láta vaða í stóra skafla upp á von og óvon. Þetta er skrítin tilfinning en bara nokkuð góð. Ég er þegar búin að ná að festa mig mjög kirfilega x3 og x2 þurft að mæta seint til vinnu vegna ófæðar. En vonandi er þetta allt að lagst. Eyjólfur spáir reyndar vetri í a.m.k. 6 vikur til viðbótar.

Veðrið hefur sett undirbúning fyrir húsbyggingu í pásu núna það er lítið hægt að gera í vegalögn og jarðvinnu í svona tíð fyrir utan að vélarnar eru í fullu starfi í sjómokstri. En ef húsbóndinn hefur rétt fyrir sér fer þetta allt að lagast upp úr páskahretinu.

Af okkur Brennubúum er annars það að frétta að við erum öll við þokkalega heilsu og bara nokkuð hress.

Þar til næst bless í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

saknaði þess að sjá ekki Brennubúana þegar ég kom í sveitina um helgina....  bestu kveðjur á allt liðið hjá þér

Guðný Bjarna, 18.2.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Margrét
Auður Margrét

Þriggja barna móðir í sveit.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband