28.1.2008 | 15:22
Það er alltaf sama blíðan
Jæja, nú er kominn mánudagur enn og aftur helgin liðin vinnuhelgi og alveg allt brjálað að gera bara eitthvað í loftinu.
Ég byrjaði á því að vera næstum klukkutíma á leið í vinnu á föstudaginn í blindbyl (vön að vera 20 mín.)Þegar ég var að renna inn í Borgarnes var hringt frá leikskólanum og hann lokaður vegna veðurs, Eyfi varð því að vera heima með krakkana því ég var farin í vinnu. Þegar ég var svo að fara heim eftir vinnu náði ég að festa mig og sat föst í hátt í klukkutíma. Þegar ég svo loks komst heim til mín voru að verða 12 tímar frá því ég fór af stað í vinnu og komið alveg mikið meira en nóg af svo góðu.Laugardagurinn byrjaði svo með brasi bakvaktarkonan um helgina veik svo ég varð að bjarga málunum og taka vaktina og þá gat ég ekki verið að fara upp í sveit svo ég fékk inni í Borgarnesi. Sunnudagurinn var mjög erilsamur og svo tilkynntu sig 3 af 5 á kvöldvaktina veðurtepptar það varð að bjarga því og mikið var svo gott að koma heim í steikt læri hjá bóndanum.
Ekki meira núna ein örþreytt.
Tenglar
fjölskyldublogg
fjölskylda og ættingjar á netinu
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja alltaf sama sagan tharna fra Froni. Her er bara blida og gott vedur alla daga. Vonandi verda bara nokkrir dagar leidinlegir heima og svo kemur vorid i mars.
magnea kristleifsdottir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:18
... þó ég eigi jeppa og komist um allar trissur í ófærðinni ...væri ég fegin að vera laus við snjóinn..... en er Danmerkurfrúin ekki með bloggsíðu??? hver er slóðin???
Guðný Bjarna (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.